Pamela Anderson á frumsýningu myndarinnar.
Pamela Anderson á frumsýningu myndarinnar. — AFP/Jon Kopaloff
Frelsi Pamela Anderson er hvorki klippt né skorin; þvert á móti býr hún á gráa svæðinu sem getur verið snúið í heimi sem orðinn er meira og minna svarthvítur. Þetta segir Ryan White, leikstjóri nýrrar heimildarmyndar um líf kanadísku leikkonunnar, í samtali við breska blaðið The Guardian

Frelsi Pamela Anderson er hvorki klippt né skorin; þvert á móti býr hún á gráa svæðinu sem getur verið snúið í heimi sem orðinn er meira og minna svarthvítur. Þetta segir Ryan White, leikstjóri nýrrar heimildarmyndar um líf kanadísku leikkonunnar, í samtali við breska blaðið The Guardian. Myndin er nú aðgengileg á efnisveitunni Netflix. White segir Anderson mjög einlæga og frjálsa í anda. „Hún hugsar aldrei um útkomuna, heldur lifir í augnablikinu og nýtur sín eða glímir eftir atvikum við sín áföll.“