Þeir sem stunda það að hreyfa eyrun á sér, öðrum til skemmtunar og aðdáunar, vita að þá kvika eyrun til og frá, þ.e. hreyfast, bifast, iða

Þeir sem stunda það að hreyfa eyrun á sér, öðrum til skemmtunar og aðdáunar, vita að þá kvika eyrun til og frá, þ.e. hreyfast, bifast, iða. Sumir þeirra vita líka að þegar þeir standa fast á sínu hvika þeir ekki frá sannfæringu sinni, þá í merkingunni víkja, hörfa eða hika, vera í vafa. En þetta vita ekki allir.