Alþingi Maraþonumræðan um útlendingafumvarpið var á dagskrá í gær.
Alþingi Maraþonumræðan um útlendingafumvarpið var á dagskrá í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tíu alþingismenn taka á næstunni þátt í fundum í útlöndum. Í gær tóku sjö varamenn sæti á Alþingi. Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins hófst í Þórshöfn í Færeyjum í gær og mun hún standa til föstudags

Tíu alþingismenn taka á næstunni þátt í fundum í útlöndum. Í gær tóku sjö varamenn sæti á Alþingi.

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins hófst í Þórshöfn í Færeyjum í gær og mun hún standa til föstudags. Þátttakendur eru þingmennirnir Ásmundur Friðriksson, Eyjólfur Ármannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson.

Fundur þingmannanefndar EFTA fer fram dagana 7.-8. febrúar í Brussel og Genf. Þátttakendur eru þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Ingibjörg Isaksen.

Sameiginlegur fundur Alþjóðaþingmannasambandsins og Sameinuðu þjóðanna verður dagana 13.-17. febrúar í New York og Washington D.C. Þátttakandi verður þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Með hverjum hópi fylgir starfsmaður Alþingis.

Hermann Bragason tók í gær sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson, Eva Sjöfn Helgadóttir fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, Halldóra K. Hauksdóttir fyrir Þórarin Inga Pétursson, Eva Dögg Davíðsdóttir fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur, Ingveldur Anna Sigurðardóttir fyrir Ásmund Friðriksson og Indriði Ingi Stefánsson fyrir Gísla Rafn Ólafsson. sisi@mbl.is