Viðbragð Stormur verður á landinu.
Viðbragð Stormur verður á landinu.
Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á landinu vestanverðu klukkan sex í dag og nær svo yfir nær allt landið þegar líða tekur á. Óvissustigi almannavarna ríkislögreglustjóra hefur verið lýst yfir og samhæfingarmiðstöð virkjuð klukkan fimm

Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á landinu vestanverðu klukkan sex í dag og nær svo yfir nær allt landið þegar líða tekur á. Óvissustigi almannavarna ríkislögreglustjóra hefur verið lýst yfir og samhæfingarmiðstöð virkjuð klukkan fimm. Almenningur hefur verið beðinn að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja foktjón og foreldrar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið hvattir til að meta hvort hægt sé að senda börn í skóla.