Svartsýnn Antonio Guterres óttast að stríðsátök muni magnast.
Svartsýnn Antonio Guterres óttast að stríðsátök muni magnast. — AFP
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu á allsherjarþingi Sþ í gær að hann óttaðist að frekari stigmögnun í átökum Rússa og Úkraínu þýddi að heimurinn stefndi í „víðtækara stríð“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu á allsherjarþingi Sþ í gær að hann óttaðist að frekari stigmögnun í átökum Rússa og Úkraínu þýddi að heimurinn stefndi í „víðtækara stríð“.

„Ég óttast að heimurinn sé ekki að ganga í átt að víðtækara stríði í einhverri leiðslu. Ég óttast að hann sé að gera það með galopin augu og með fullri meðvitund,“ sagði Guterres við sendimenn í New York þegar hann fjallaði um brýn úrlausnarefni á árinu 2023.

Guterres vakti athygli á því að helstu vísindamenn og sérfræðingar í öryggismálum hefðu fært dómsdagsklukkuna svonefndu niður í aðeins 90 sekúndur til miðnættis í síðasta mánuði, en klukkan hefur aldrei verið nær því að gefa til kynna gereyðingu mannkyns.

„Við þurfum að vakna og koma okkur í vinnuna,“ sagði Guterres.