Hús verslunarinnar Framboðsfrestur hjá VR rann út í gær.
Hús verslunarinnar Framboðsfrestur hjá VR rann út í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Kjörstjórn VR bárust framboð tveggja einstaklinga til formanns félagsins en framboðsfrestur rann út á hádegi í gær. Þau Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sérfræðingur á skrifstofu VR gefa bæði kost á sér til formanns félagsins

Kjörstjórn VR bárust framboð tveggja einstaklinga til formanns félagsins en framboðsfrestur rann út á hádegi í gær. Þau Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sérfræðingur á skrifstofu VR gefa bæði kost á sér til formanns félagsins.

Þá hefur kjörstjórn VR úrskurðað að 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2023-2025 séu löglega fram borin en kosið verður í sjö sæti í stjórn stéttarfélagsins og þrír í varastjórn. Í tilkynningu frá VR eftir að framboðsfrestur rann út í gær segir einnig að ekkert mótframboð hafi borist gegn lista stjórnar og trúnaðarráðs í trúnaðarráð. Frambjóðendur í stjórn VR eru Árni Konráð Árnason, Halla Gunnarsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Jennifer Schröder, Jóhanna Gunnarsdóttir, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, Nökkvi Harðarson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Sigríður Hallgrímsdóttir, Sigurður Sigfússon, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Gabríel Benjamin, Vala Ólöf Kristinsdóttir, Þorsteinn Þórólfsson, Þórir Hilmarsson og Ævar Þór Magnússon.

Kosningu á að vera lokið 15. mars en aðalfundur fer fram í lok mars. Í seinustu formannskosningum í VR árið 2021 var Ragn­ar Þór kjörinn formaður með 63% at­kvæða en Helga Guðrún Jón­as­dótt­ir, sem einnig sótt­ist eft­ir for­mennsku, hlaut 34,3,%.