Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Félag íslenskra fræða stendur fyrir rannsóknarkvöldi í safnaðarheimili Neskirkju í kvöld kl. 20. Þar flytur Sigríður Hagalín Björnsdóttir erindi um nýjustu skáldsögu sína, Hamingja þessa heims

Félag íslenskra fræða stendur fyrir rannsóknarkvöldi í safnaðarheimili Neskirkju í kvöld kl. 20. Þar flytur Sigríður Hagalín Björnsdóttir erindi um nýjustu skáldsögu sína, Hamingja þessa heims. Í fyrirlestrinum fjallar hún um fortíðina og hið vandasama verk að skapa heim liðins tíma í skáldverkum. „Sigríður fjallar m.a. um hvernig beita þarf tungumálinu til að það endurspegli heim síðmiðalda,“ segir í tilkynningu.