„Ljós í myrkri“ er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Kúnstpásu, tónleikaröð Íslensku óperunnar, í Norður­ljósum Hörpu í dag, þriðjudag, kl. 12.15. Þar koma fram Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari

„Ljós í myrkri“ er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Kúnstpásu, tónleikaröð Íslensku óperunnar, í Norður­ljósum Hörpu í dag, þriðjudag, kl. 12.15. Þar koma fram Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Schubert, Sibelius, Strauss, Puccini og Bizet. „Það er mjög gaman að geta boðið upp á þessa hádegis­tónleika án endurgjalds,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og bendir á að þetta sé í fyrsta sinn sem Kristín Anna kemur fram á vegum Íslensku óper­unnar. Kristín Anna er búsett í Berlín, þaðan sem hún lauk meistaragráðu frá Hanns Eisler-tónlistar­háskólanum með hæstu einkunn 2021.