Hvatning Frá afhendingu Orðsporsins, f.v.: Kristín María Thoroddsen, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, Haraldur Freyr Gíslason, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Sigurjónsson.
Hvatning Frá afhendingu Orðsporsins, f.v.: Kristín María Thoroddsen, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, Haraldur Freyr Gíslason, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Sigurjónsson.
Hvatningarverðlaun leikskólanna, Orðsporið, féllu Hafnarfjarðarbæ í skaut í gær, á degi leikskólans. Að verðlaununum standa Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla, og voru þau afhent í tíunda sinn

Hvatningarverðlaun leikskólanna, Orðsporið, féllu Hafnarfjarðarbæ í skaut í gær, á degi leikskólans. Að verðlaununum standa Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla, og voru þau afhent í tíunda sinn.

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, og Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, viðurkenninguna við hátíðlega athöfn.

Hafnarfjarðarbær fær Orðsporið fyrir að samræma starfstíma í leikskólum og grunnskólum bæjarins og gera þannig skólaárið á þessum tveimur skólastigum sambærilegt.

Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið til að stíga þetta skref. Einnig hefur stjórnunarhlutfall aðstoðarleikskólastjóra verið aukið til muna, til þess að sinna faglegri leiðsögn og efla móttöku og þjálfun nýliða, og stuðla þannig enn frekar að því að styrkja innra starf leikskólanna, eins og fram kemur í tilkynningu um verðlaunin. Leikskólar héldu víða upp á daginn í gær.