Nýliði Agnes María Svansdóttir fór með til Ungverjalands í gær.
Nýliði Agnes María Svansdóttir fór með til Ungverjalands í gær. — Morgunblaðið / Kristinn Magnússon
Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik fór í gær til Ungverjalands vegna leiks þjóðanna í undankeppni HM á fimmtudag. Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði og leikjahæsta landsliðskonan í hópnum, fór ekki með en hún þurfti að draga sig út vegna meiðsla

Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik fór í gær til Ungverjalands vegna leiks þjóðanna í undankeppni HM á fimmtudag. Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði og leikjahæsta landsliðskonan í hópnum, fór ekki með en hún þurfti að draga sig út vegna meiðsla. Í hennar stað var Agnes María Svansdóttir frá Keflavík valin í hópinn. Hún er nýliði, aðeins 19 ára gömul, en hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Keflavík í vetur.