Rekinn Jesse Marsch var rekinn í gær eftir tæplega eitt ár í starfi.
Rekinn Jesse Marsch var rekinn í gær eftir tæplega eitt ár í starfi. — AFP/Oli Scarff
Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur rekið Bandaríkjamanninn Jesse Marsch úr starfi knattspyrnustjóra eftir tæplega eins árs starf. Marsch tók við starfinu af Argentínumanninum Marcelo Bielsa í lok febrúar á síðasta ári og tókst að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni um vorið

Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur rekið Bandaríkjamanninn Jesse Marsch úr starfi knattspyrnustjóra eftir tæplega eins árs starf. Marsch tók við starfinu af Argentínumanninum Marcelo Bielsa í lok febrúar á síðasta ári og tókst að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni um vorið. Leeds er án sigurs í síðustu sjö deildarleikjum sínum en liðið er með 18 stig í sautjánda sæti úrvalsdeildarinnar, stigi frá fallsæti.