Sigursælir Manchester City hefur orðið sex sinnum enskur meistari á undanförnum ellefu árum og er í öðru sæti deildarinnar sem stendur.
Sigursælir Manchester City hefur orðið sex sinnum enskur meistari á undanförnum ellefu árum og er í öðru sæti deildarinnar sem stendur. — AFP/Paul Ellis
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu skýrði frá því í gær að Englands­meistarar Manchester City hefðu verið kærðir vegna fjölmargra meintra brota á fjárhagsreglum deildarinnar. Á heimasíðu deildarinnar eru taldar upp einar 98 reglur sem félagið er sagt …

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu skýrði frá því í gær að Englands­meistarar Manchester City hefðu verið kærðir vegna fjölmargra meintra brota á fjárhagsreglum deildarinnar.

Á heimasíðu deildarinnar eru taldar upp einar 98 reglur sem félagið er sagt hafa brotið frá og með tímabilinu 2009-10 til yfirstandandi tímabils. Óháð nefnd sem verður sérstaklega skipuð mun taka málin fyrir og niðurstöðurnar verða birtar á heimasíðu deildarinnar þegar þær liggja fyrir.

Manchester City svaraði þessu með yfirlýsingu um að félagið sé undrandi á þessum fréttum, sérstaklega vegna þess að það hafi skilað af sér miklum upplýsingum til deildarinnar.

Kærkomið sé að óháðir aðilar skoði málið og tilhlökkunarefni að það verði kveðið niður í eitt skipti fyrir öll, eins og segir í yfirlýsing­unni frá City.