Norður ♠ -- ♥ KG10953 ♦ KD97 ♣ 832 Vestur ♠ ÁK109 ♥ Á762 ♦ 8 ♣ G654 Austur ♠ 764 ♥ D84 ♦ 105432 ♣ K7 Suður ♠ DG8532 ♥ -- ♦ ÁG6 ♣ ÁD109 Suður spilar 3G

Norður

♠ --

♥ KG10953

♦ KD97

♣ 832

Vestur

♠ ÁK109

♥ Á762

♦ 8

♣ G654

Austur

♠ 764

♥ D84

♦ 105432

♣ K7

Suður

♠ DG8532

♥ --

♦ ÁG6

♣ ÁD109

Suður spilar 3G.

Í kvöld verður þráðurinn tekinn upp í Reykjavíkurmótinu eftir bridshátíðarhlé. Sverrir Þórisson á góðar minningar frá síðasta spilakvöldi. Hann sat í suður með Guðmund Baldursson sem makker gegn hagleikssmið að norðan í sæti vesturs.

Eftir á að hyggja hefði verið viturlegt að spila bút í hjarta, en við borðið fannst Sverri hann alveg eins geta „skrölt í þremur gröndum“. Vestur opnaði á laufi „og svo fórum við Guðmundur að melda hjarta og spaða til skiptis þar til ég hjó á hnútinn“. Útspilið var lauf upp á kóng og ás.

Sverrir tók tvo slagi á ♦ÁG og sendi svo ♣9 út af örkinni. Þegar hún átti slaginn kláraði Sverrir tígulinn og vestur fór niður á blankan hjartaás. Sverrir spilaði hjarta og fékk ♠10 til baka og þar með áttunda slaginn. Sá níundi kom strax í kjölfarið eftir ♣D og tíu.

„Glæsilegt,“ sagði norðlenski smiðurinn örlátur.