Erla Björg Káradóttir
Erla Björg Káradóttir
Erla Björg Káradóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á fyrstu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg í dag, þriðjudag, kl. 12. „Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina „Söknuður“ en fluttar verða aríur úr…

Erla Björg Káradóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á fyrstu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg í dag, þriðjudag, kl. 12. „Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina „Söknuður“ en fluttar verða aríur úr óperum og óperettum eftir Massenet, Puccini, Strauss og Jón Ásgeirsson,“ segir í tilkynningu. Að vanda hefjast tónleikarnir kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, en aðgangur er ókeypis. Antonía hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Erla Björg stundaði framhaldsnám við Mozarteum-tónlistarháskólann í Salzburg. Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum, bæði hérlendis og erlendis, og tók m.a. þátt í verðlaunasýningu Ragnars Kjartanssonar, Bliss, á listatvíæringnum Performa í New York árið 2011 og An die Musik í Zürich og Sviss, árið 2012.