Kambar Stöpull og mastur við vegbrún. Sviflína með rólu liggur niður á jafnsléttu og sleðabrautin sem er væntanleg verður á sama stað.
Kambar Stöpull og mastur við vegbrún. Sviflína með rólu liggur niður á jafnsléttu og sleðabrautin sem er væntanleg verður á sama stað.
Svifbraut í Svartagljúfri í Reykjadal inn af Hveragerði verður tekin í notkun í júní næstkomandi. Brautin verður í fjallshlíð neðan við veginn um Kamba og þar og á jafnsléttu niðri í dalnum hafa verið steyptir stöplar sem lína verður strengd á milli

Svifbraut í Svartagljúfri í Reykjadal inn af Hveragerði verður tekin í notkun í júní næstkomandi. Brautin verður í fjallshlíð neðan við veginn um Kamba og þar og á jafnsléttu niðri í dalnum hafa verið steyptir stöplar sem lína verður strengd á milli. Línan verður um 1.000 metrar og á hana fest róla sem fólk situr í og svífur í allt að 33 metra hæð. Búið er að gera vegslóða fyrir þjónustubíla að Svartagljúfri og leggja þaðan göngustíg upp í brekkurnar á þann stað þar sem sest er í róluna. Þar hefst flugferðin.

Fyrirtækið Kambagil hf. sem stendur að þessu verkefni hefur nú óskað þess við Hveragerðisbæ að mega til viðbótar við sviflínuna einnig setja upp sleðabraut. Sú yrði með lyftu alls um 1.650 metrar löng. Fyrirkomulagið er þá að fólk sest í eins konar vagn eða kerru sem rennur niður fjallshlíðina.

Forsvarsmenn Kambagils segja að uppsetning sleðabrautar samræmist vel núverandi deiluskipulagi í Reykjadal, auk þess sem vel verði gætt að því að öll umhverfisáhrif framkvæmdar séu afturkræf. Þarna sé og verið að skapa afþreyingu sem falli vel að öðru á svæðinu, sem eru gönguleiðir, reiðvegir og fleira. Vegna þessa nýtist einnig margvísleg aðstaða, svo sem móttökuhús sem verið sé að koma upp á svæðinu vegna sviflínunnar. Segja má því að þarna sé nú að verða til útivistarparadís í allra hæsta gæðaflokki. sbs@mbl.is