Aldís Rut Gísladóttir
Aldís Rut Gísladóttir
Nýlega auglýsti biskup Íslands eftir presti við Hafnarfjarðarkirkju. Sjö sóttu um og hefur séra Aldís Rut Gísladóttir verið ráðin í starfið. Sr. Aldís Rut fæddist á Sauðárkróki 5. febrúar árið 1989. Hún er alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina

Nýlega auglýsti biskup Íslands eftir presti við Hafnarfjarðarkirkju.

Sjö sóttu um og hefur séra Aldís Rut Gísladóttir verið ráðin í starfið.

Sr. Aldís Rut fæddist á Sauðárkróki 5. febrúar árið 1989. Hún er alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina. Hún er dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur sjúkraliða.

Aldís Rut lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifaðist með ágætiseinkunn. Sama ár lauk hún jógakennaranámi. Á síðustu árum hef hún verið iðin við að bæta við sig menntun, diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræði.

Hún vígðist í Hóladómkirkju árið 2019 til þjónustu við Langholtskirkju í Reykjavík. Þar starfaði hún til ársins 2022 en hóf þá störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingu.

Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni bílasmið. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku.

Sem fyrr segir sóttu sjö um starfið og þar af óskuðu tveir nafnleyndar. Auk Aldísar sóttu um þau sr. Bára Friðriksdóttir, sr. Bryndís Svavarsdóttir, sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir og Hilmir Kolbeins guðfræðingur.

sisi@mbl.is