Skarðsfjöruviti Veðurmælingar hafa verið gerðar í áratugi í vita, skammt austan við land Grímsstaða.
Skarðsfjöruviti Veðurmælingar hafa verið gerðar í áratugi í vita, skammt austan við land Grímsstaða. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ekki fjallað um áform Qair Iceland um að stækka áformaðan vindorkugarð fyrirtækisins í landi Grímsstaða í Meðallandi, á Meðallandssandi og niður að sjó. Það gerist væntanlega á seinni stigum, því ef…

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ekki fjallað um áform Qair Iceland um að stækka áformaðan vindorkugarð fyrirtækisins í landi Grímsstaða í Meðallandi, á Meðallandssandi og niður að sjó. Það gerist væntanlega á seinni stigum, því ef vindorkugarðurinn á að verða að veruleika þarf að breyta skipulagi þannig að gert verði ráð fyrir iðnaði í stað landbúnaðar.

„Ég hef látið hafa eftir mér að ég fagna allri uppbyggingu í sveitarfélaginu, sama hvaða nafni hún nefnist. Ég stend ófeiminn við þau orð og tel óþarft að hafa fleiri orð um þetta tiltekna mál,“ segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps, þegar leitað er eftir hans afstöðu til áformanna. Hann er bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Landið er flatt á suðurströndinni og ef vindmyllurnar rísa mun hann sjá þær heiman frá Herjólfsstöðum þótt þær verði 25 kílómetrum austan við bæinn.

Almennt um vindorkumál segir Jóhannes að honum þyki skorta lagaramma utan um vindorkunýtingu í landinu. Á meðan svo er sé erfitt að afgreiða einstök mál hér og þar um landið.

Þótt strjálbýlt sé orðið í Meðallandi eru bæir vestan við fyrirhugaðan vindorkugarð, meðal annars mikil ræktun á Sandhóli. Í matsáætlun fyrir stækkun vindorkugarðsins sem kynnt hefur verið kemur fram að um tveir kílómetrar séu í næsta bæ. helgi@mbl.is