Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði stórt, 49:89, fyrir því ungverska þegar liðin mættust í undankeppni EM 2023 í Miskolc í Ungverjalandi í gær. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í leiknum með 19 stig fyrir Ísland

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði stórt, 49:89, fyrir því ungverska þegar liðin mættust í undankeppni EM 2023 í Miskolc í Ungverjalandi í gær.

Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í leiknum með 19 stig fyrir Ísland.

Með sigrinum er Ungverjaland langt komið með að tryggja sér sæti á EM. Spánn, Ítalía, Lettland, Ísrael og Slóvenía hafa þegar tryggt sæti sín á mótinu, sem fer fram í sumar. Ísland er hins vegar úr leik. » 27