Draumsýnir Myndlistarmaðurinn og hönnuðurinn Otilia Martin Gonzales.
Draumsýnir Myndlistarmaðurinn og hönnuðurinn Otilia Martin Gonzales.
Inventory of the Subconscious Mind eða Skrá yfir undirmeðvitundina nefnist myndlistarsýning sem opnuð verður í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl

Inventory of the Subconscious Mind eða Skrá yfir undirmeðvitundina nefnist myndlistarsýning sem opnuð verður í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16. Sýnir þar verk sín Otilia Martin Gonzalez. Hún er myndlistarmaður og hönnuður, fædd í Þýskalandi en alin upp á Spáni og starfar nú og býr í Reykjavík. Gonzales hefur sýnt á Spáni, í Japan, Rúmeníu, á Bretlandi, í Finnlandi og á Ítalíu og hefur hlotið viðurkenninguna „Vazquez Diaz“ fyrir verk sín á Spáni.

Á sýningunni má sjá stafrænar klippimyndir sem eiga uppruna sinn í draumum listakonunnar sem hefur mikinn áhuga á táknfræði. Segir í tilkynningu að þannig hafi listiðkun hennar þróast í kringum drauma og myndrænt táknmál þeirra. Skrímsli, draumar, sálfræði og töfrar fléttast saman í verkum hennar og býður hún upp á ferð inn í undirmeðvitund sína til að sjá margbreytilegt myndmál hennar, tákn, liti og áferð. Með verkum sínum vill Gonzales hvetja fólk til að veita draumum sínum athygli.