Verðhækkanir á tilbúnum pítsum sem seldar eru í verslunum hafa verið mun minni hér á landi að undanförnu en í flestum öðrum Evrópulöndum. Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, hefur birt samanburð á verðhækkunum sem urðu á síðasta ári á pítsum og…

Verðhækkanir á tilbúnum pítsum sem seldar eru í verslunum hafa verið mun minni hér á landi að undanförnu en í flestum öðrum Evrópulöndum. Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, hefur birt samanburð á verðhækkunum sem urðu á síðasta ári á pítsum og bökum sem seldar eru í verslunum í 28 löndum Evrópu, í tilefni af alþjóðadegi pítsunnar, sem var í gær. Mikill munur er á verðhækkunum pítsunnar eftir löndum. Á Íslandi og Ítalíu hækkaði hún um 9,6% yfir árið og eingöngu má finna minni hækkanir í Sviss og Lúxemborg. Að meðaltali hækkaði verð á pítsum og bökum um 15,9% í löndum Evrópusambandsins. Hvergi voru hækkanirnar þó meiri en í Ungverjalandi 45,8%, Litháen 38,5% og Búlgaríu 37,2%.