Rafskútur Verða nú kolefnisjafnaðar.
Rafskútur Verða nú kolefnisjafnaðar.
Fyrirtækið Hopp ehf. hefur undirritað samning við Kolvið um að vega upp á móti allri óhjákvæmilegri losun gróðurhúsalofttegunda frá Hopp-rafskútum með því að gróðursetja tré á Íslandi undir formerkjum Kolviðar

Fyrirtækið Hopp ehf. hefur undirritað samning við Kolvið um að vega upp á móti allri óhjákvæmilegri losun gróðurhúsalofttegunda frá Hopp-rafskútum með því að gróðursetja tré á Íslandi undir formerkjum Kolviðar.

Þrátt fyrir að starfsemi Hopp hafi verið kolefnishlutlaus frá því fyrsta rafskútan kom á götur Reykjavíkur árið 2019 er Hopp fyrsta deilirafskútufyrirtækið til að taka tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda miðað við allan líftíma rafskútanna, frekar en að taka aðeins tillit til þeirrar losunar sem fellur til beint hjá Hoppi og sérleyfishöfum Hopps í Evrópu.