— Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Laxamýri Veðrið hefur verið umhleypingasamt að undanförnu víða um land og miklir kuldar einkennt skammdegið. Hestar á útigöngu hafa átt misjafna daga og oft og tíðum hafa þeir orðið að híma í skjólum sínum

Laxamýri Veðrið hefur verið umhleypingasamt að undanförnu víða um land og miklir kuldar einkennt skammdegið. Hestar á útigöngu hafa átt misjafna daga og oft og tíðum hafa þeir orðið að híma í skjólum sínum.

En nú er daginn tekið að lengja og þegar gott er veður fara þeir á kreik og njóta þess að hreyfa sig.

Það munar um hvern daginn sem er bjartur og á myndinni má sjá hross í Norðurþingi sem kunnu vel við sig í sólinni þegar hún lét sjá sig á milli élja og lægða. Allir vona að veðrið verði gott á útmánuðum, bæði menn og skepnur.

Spá Veðurstofunnar fyrir næstu daga sýnir allt annað veður en hestarnir nutu í vikunni. Spáð er suðlægum áttum með roki og rigningu fram yfir helgi.