Noregur Júlíus Magnússon skrifaði undir samning við Frederikstad.
Noregur Júlíus Magnússon skrifaði undir samning við Frederikstad. — Ljósmynd/Fredrikstad
Knattspyrnumaðurinn Júlíus Magnússon hefur gert fjögurra ára samning við norska félagið Fredrikstad. Hann kemur til félagsins frá Víkingi úr Reykjavík, þar sem hann hefur verið frá árinu 2019. Fredrikstad hafnaði í tíunda sæti norsku B-deildarinnar á síðasta tímabili, með 35 stig eftir 30 leiki

Knattspyrnumaðurinn Júlíus Magnússon hefur gert fjögurra ára samning við norska félagið Fredrikstad. Hann kemur til félagsins frá Víkingi úr Reykjavík, þar sem hann hefur verið frá árinu 2019.

Fredrikstad hafnaði í tíunda sæti norsku B-deildarinnar á síðasta tímabili, með 35 stig eftir 30 leiki. Júlíus varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingum árið 2021 og aftur bikarmeistari með liðinu á síðasta ári. Hann var einnig fyrirliði liðsins á síðasta ári.

Miðjumaðurinn fór ungur að árum til Heerenveen í Hollandi, en lék aldrei með aðalliði félagsins. Lá leiðin því í Fossvoginn, þar sem hann blómstraði í Víkingsliðinu. Júlíus hefur leikið 78 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim sjö mörk. Þá hefur hann leikið fimm A-landsleiki fyrir Ísland.