Háð Philomena Cunk stýrir Cunk on Earth.
Háð Philomena Cunk stýrir Cunk on Earth. — Skjáskot/Netflix
Í síðustu viku settist ég niður til þess að horfa á heimildarháðsþættina Cunk on Earth á Netflix. Í þáttaröðinni fylgist maður með fréttakonunni Philomenu Cunk, sem leikin er af Diane Morgan, rekja sögu siðmenningar frá tímum frummannsins til dagsins í dag

Agnar Már Másson

Í síðustu viku settist ég niður til þess að horfa á heimildarháðsþættina Cunk on Earth á Netflix. Í þáttaröðinni fylgist maður með fréttakonunni Philomenu Cunk, sem leikin er af Diane Morgan, rekja sögu siðmenningar frá tímum frummannsins til dagsins í dag.

Þættirnir eru þó ekkert sérstaklega fróðlegir, þó þeir flokkist undir heimildarþætti. Philomena Cunk er nefnilega ekkert sérstaklega vel gefinn einstaklingur. Hennar endursagnir af atburðum eru oftast stútfullar af rangfærslum og útúrsnúningum.

Hún tekur viðtöl við hina færustu sérfræðinga, sem hafa lagt blóð svita og tár í sín fræði, og spyr þá spurninga eins og „Eru píramídarnir svona í laginu svo að heimilislausir sofi ekki á þeim?“

Fáfróða og raunveruleikafirrta fréttakonan Philomena Cunk er snilldarlega smíðaður karakter. Hún segir eitthvað heimskulegt í nánast hverri einustu setningu en nær einmitt þannig, með sínum eigin fáránleika, að sýna í hversu fáránlegum heimi við búum.

Höf.: Agnar Már Másson