Sýnir Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður er einn sýnenda í Skaftfelli.
Sýnir Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður er einn sýnenda í Skaftfelli. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vídeóverk í fimm þáttum nefnist sýning sem opnuð verður í dag í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á henni má sjá vídeóverk eftir Barböru Naegelin, Doddu Maggý, Gústav Geir Bollason, Sigurð Guðjónsson og Steinu

Vídeóverk í fimm þáttum nefnist sýning sem opnuð verður í dag í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á henni má sjá vídeóverk eftir Barböru Naegelin, Doddu Maggý, Gústav Geir Bollason, Sigurð Guðjónsson og Steinu. Opnunin fer fram frá kl. 17 til 18 og er hún hluti af hátíðinni List í ljósi, ljósahátíð Seyðisfjarðar, sem hefst í dag.

Verkin á sýningunni eru fimm talsins og fjalla um ýmiss konar hreyfingu: fjaðurmagnaða, flöktandi, látlausa, ósjálfráða og dáleiðandi. Þau lýsa upp sýningarsalinn í Skaftfelli undir titlinum Composition in Five Movements. Sýningarstjóri er Pari Stave sem jafnframt stýrir Skaftfelli.