Handknattleiksþjálfarinn Erlingur Richardsson hættir þjálfun karlaliðs ÍBV efir leiktíðina. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í gær. Erlingur hefur þjálfað ÍBV frá árinu 2018 og gerði liðið að bikarmeistara árið 2020

Handknattleiksþjálfarinn Erlingur Richardsson hættir þjálfun karlaliðs ÍBV efir leiktíðina. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í gær. Erlingur hefur þjálfað ÍBV frá árinu 2018 og gerði liðið að bikarmeistara árið 2020. Hann framlengdi við félagið um tvö ár í ágúst í fyrra en nýtir sér uppsagnarákvæði í samningnum. Hann þjálfaði landslið Hollands meðfram því að þjálfa ÍBV um tíma en hætti þar í júní í fyrra.

Kylfingurinn Bjarki Pétursson átti afar góðu gengi að fagna á Lo Romero Open-mótinu á Spáni. Mótið er hluti af European Pro Golf Tour-mótaröðinni. Bjarki gerði sér lítið fyrir og hafnaði í fjórða sæti, 12 höggum undir pari. Var hann aðeins einu höggi frá toppsætinu, því þeir Patrick Keeling, Darren Howie og Jonathan Caldwell voru efstir og jafnir á 13 höggum undir pari.

Daði Ólafsson, knattspyrnumaður hjá Fylki, er með slitið krossband og leikur ekkert með liðinu á komandi leiktíð. Þetta er mikil áfall fyrir Fylkismenn en Daði lék 15 leiki með Árbæingum í 1. deildinni síðasta sumar þegar Fylkir fagnaði sigri í deildinni. Vinstri bakvörðurinn á að baki 92 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað sex mörk.