Frímann Karlesson fæddist á Akureyri 21. apríl 1954. Hann lést á dvalarheimilinu Hornbrekku Ólafsfirði 27. janúar 2023.

Foreldrar hans voru Karles F. Tryggvason, iðnverkamaður og mjólkurfræðingur, f. 15. október 1909, d. 13. janúar 1991, og Lilja Jónasdóttir húsmóðir, f 22. september 1917, d. 28. janúar 1993.

Systkini Frímanns eru: 1) Lilja Margrét, f. 29. ágúst 1943, d. 8. mars 2009, maki Aðalgeir Finnsson, f. 28. ágúst 1938. Börn þeirra eru Erla Hrönn, f. 23. janúar 1964, Karl Arnar, f. 9. febrúar 1967, og Freyr, f. 17. apríl 1971. 2) Hreinn, f. 12. apríl 1945, d. 29. apríl 2021. Börn hans eru Sesselja, f. 24. janúar 1975, og Rúrik, f. 16. maí 1980. 3) Ævar, f. 25. júlí 1946, maki Erna Sigurlásdóttir, f. 23. september 1947, d. 19. júní 1989. Börn þeirra eru Kolbrún Lilja, f. 26. maí 1968, Linda Hrönn, f. 6. maí 1969, og Þuríður Sif, f. 22. nóvember 1974. 4) Karl Jóhann, f. 15. ágúst 1947, maki Margrét Elísabet Svavarsdóttir, f. 22. nóvember 1944. Börn þeirra eru Hrafnhildur Elín, f. 4. október 1967, Katrín Elva, f. 11. febrúar 1969, og Álfheiður, f. 25. september 1972. 5) Tryggvi, f. 31. desember 1949, maki Bergþóra Bergkvistsdóttir, f. 4. mars 1951. Börn þeirra eru Steinar Smári, f. 3. mars 1971, Margrét Lilja, f. 22. júní 1977, Berglind Björk, f. 20. október 1978, Heiðdís Fjóla, f. 27. apríl 1989, og Rebekka, f. 10. janúar 1992. 6) Jónas Vignir, f. 13. ágúst 1951, maki Sigrún Brynja Hannesdóttir, f. 30. ágúst 1951. Börn þeirra eru Sóley, f. 26. maí 1972, Lilja Kristín, f. 9. júlí 1977, d. 6. apríl 2002, og Hanna Rós, f. 30. nóvember 1986. 7) Bróðir, andvana fæddur 1967.

Frímann bjó alla sína tíð á Akureyri, fyrst í foreldrahúsum meðan þeirra naut við en síðar með Hreini bróður sínum. Frímann var ógiftur og barnlaus. Að loknu námi við Gagnfræðaskólann á Akureyri starfaði hann hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri en síðan hjá Kjarnafæði á Svalbarðseyri þar til hann lét af störfum vegna veikinda.

Útför Frímanns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 10. febrúar 2023, kl. 13.

Elsku bróðir. Nú, þegar komið er að kveðjustund, hrannast upp minningar. Þú varst yngstur okkar systkinanna, blíður og viðkvæmur og elskaðir fjölskylduna. Þú bjóst alltaf með foreldrum okkar og varst þeim mikil stoð á þeirra efri árum og ber að þakka það. Þú varst líka sá sem fylgdist með afmælum, fermingum og öðrum merkisdögum í stórfjölskyldunni og enn er hent gaman að því þegar þú komst af stað hópferð á fjórum bílum fram í sveit í stórafmæli, en sá hængur var á þessari ferð að afmælið var mánuði síðar. Það breytti ekki því að þetta varð að einni bestu afmælisveislu sem ég og fleiri höfum setið og verður alltaf í minnum höfð. Þú hafðir gaman af að skemmta þér og fara á böll og dansa enda varstu góður dansari. Þú hafðir gaman af að vera með fólki og áttir góða vini og má þar nefna eigendur Kjarnafæðis sem voru þínir vinnuveitendur og þú leist á sem vini þína enda reyndust þeir þér vel. Þú hafðir ánægju af ferðalögum og fórst erlendis, til Ævars og Ernu í Vestmannaeyjum, suður til Lillu systur og gaman var að fá þig austur, m.a. þegar þú varðst fimmtugur, og áttum við alltaf góðar stundir í þessum heimsóknum. Mér er efst í huga umhyggjan sem þú sýndir fjölskyldu minni og hafðu þökk fyrir það.

Tryggvi

og fjölskylda.