Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Povl Christian Balslev, orgelleikari Vorrar frúar kirkjunnar í Svendborg á Fjóni, halda tvenna tónleika um helgina með sömu efnisskrá. Í dag, laugardag kl. 17, leika þau í Eyrarbakkakirkju og á morgun, sunnudag kl

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Povl Christian Balslev, orgelleikari Vorrar frúar kirkjunnar í Svendborg á Fjóni, halda tvenna tónleika um helgina með sömu efnisskrá. Í dag, laugardag kl. 17, leika þau í Eyrarbakkakirkju og á morgun, sunnudag kl. 17, í Grafarvogskirkju. Á efnisskránni eru tónverk eftir Antonio Vivaldi og Arcangelo Corelli frá barokktímanum og tónverk eftir Josef Rheinberger frá síðrómantíska tímabilinu sem sérstaklega var samið fyrir fiðlu og orgel sem var nokkuð óvenjulegt þá. Er þetta sennilega frumflutningur þess hér á landi.