Dúó Björk Níelsdóttir söngkona og Þóra M. Sveinsdóttir víóluleikari.
Dúó Björk Níelsdóttir söngkona og Þóra M. Sveinsdóttir víóluleikari.
Dúplum dúó heldur tónleika í röðinni 15:15 í Breiðholtskirkju í dag og eins og heiti raðarinnar gefur til kynna hefjast þeir kl. 15.15. Á efnisskránni verða nokkur verk en það fyrsta er „Allt er ömurlegt“ sem er ljóða- og lagaflokkur eftir Björk…

Dúplum dúó heldur tónleika í röðinni 15:15 í Breiðholtskirkju í dag og eins og heiti raðarinnar gefur til kynna hefjast þeir kl. 15.15. Á efnisskránni verða nokkur verk en það fyrsta er „Allt er ömurlegt“ sem er ljóða- og lagaflokkur eftir Björk Níelsdóttur sem fjallar um það hversdagslega í tilverunni. Á tónleikunum verður útgáfu verksins fagnað í formi ljóðabókar sem myndskreytt er af Héðni Finnssyni og stafræn upptaka á verkinu fylgir. Einnig verður flutt verkið „Dú-oh“ eftir Hauk Þór Harðarson og „Flowers of Evil“ eftir Part Strootmann sem tvíeykið samdi í samvinnu við tónskáldið við textabrot úr samnefndum ljóðaflokki eftir Baudelaire.