Níu Aron Dagur Pálsson reynir að verjast Ólafi Gústafssyni, sem var markahæstur allra með níu mörk fyrir KA í gærkvöldi.
Níu Aron Dagur Pálsson reynir að verjast Ólafi Gústafssyni, sem var markahæstur allra með níu mörk fyrir KA í gærkvöldi. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals gerðu góða ferð til Akureyrar og höfðu þar betur gegn KA, 36:32, í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var æsispennandi og var staðan hnífjöfn, 17:17, í hálfleik

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals gerðu góða ferð til Akureyrar og höfðu þar betur gegn KA, 36:32, í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í gærkvöldi.

Fyrri hálfleikur var æsispennandi og var staðan hnífjöfn, 17:17, í hálfleik. Í síðari hálfleik sýndi Valur hins vegar mátt sinn og megin, náði snemma góðu forskoti og vann sanngjarnan fjögurra marka sigur.

Hjá Val var Stiven Tobar Valencia markahæstur með 8 mörk. Benedikt G. Óskarsson og Tjörvi T. Gíslason bættu við 6 mörkum hvor.

Ólafur Gústafsson var hins vegar markahæstur í leiknum með 9 mörk fyrir KA. Einar Rafn Eiðsson var skammt undan með 8 mörk.

Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 29 stig, tíu stigum meira en FH í öðru sæti, sem á þó tvo leiki til góða. KA er áfram í 10. sæti með 11 stig, sex stigum fyrir ofan fallsæti.