[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Starfshóparnir leggja áherslu á að aukið gagnsæi sé til þess fallið að skapa traust og segja að gagnsæi sé ábótavant í íslenskum sjávarútvegi. Samkvæmt tillögunum ættu öll viðskipti með aflaheimildir að vera háð skráningu í opinn gagnagrunn og hvetja á útgerðir til þess að skrá sig á markað

Starfshóparnir leggja áherslu á að aukið gagnsæi sé til þess fallið að skapa traust og segja að gagnsæi sé ábótavant í íslenskum sjávarútvegi. Samkvæmt tillögunum ættu öll viðskipti með aflaheimildir að vera háð skráningu í opinn gagnagrunn og hvetja á útgerðir til þess að skrá sig á markað. Jafnframt ætti að sundurliða tekjur og framlegð í reikningsskilum eftir tegundum ef útgerð veiðir fleiri en eina.

Mikilvægt er að tryggja gagnsæi að mati starfshópanna og leggja þeir til að tekin verði upp bætt miðlun rauntímaupplýsinga til stjórnvalda um eignarhald útgerða, svo og eigna- og stjórnunartengsl milli þeirra. Einnig að upplýsingar verði færðar í rafrænan gagnagrunn stjórnvalda og samstarf stofnana á þessu sviði verði eflt.

Þá er lagt til að skilgreining á tengdum aðilum vegna kvótaþaks verði samræmd því sem gildir á öðrum sviðum efnahagskerfisins (þrengra en nú er), samhliða því að gera ríkari kröfu um upplýsingaskyldu til þeirra sem njóta nýtingarréttar. Auk þess að tekin verði upp önnur viðmið um hámarkshlutdeild í aflaheimildum og tengda aðila í sjávarútvegi.