— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kuldalegt var um að litast úr þessum búðarglugga við Bankastræti í Reykjavík í gær. Var það rigning sem herjaði þá á borgarbúa, en daginn áður kyngdi niður snjó. Veðurviðvaranir tóku gildi í gærkvöldi og verða þær ýmist gular eða appelsínugular víðs vegar um land þangað til klukkan fjögur í nótt

Kuldalegt var um að litast úr þessum búðarglugga við Bankastræti í Reykjavík í gær. Var það rigning sem herjaði þá á borgarbúa, en daginn áður kyngdi niður snjó. Veðurviðvaranir tóku gildi í gærkvöldi og verða þær ýmist gular eða appelsínugular víðs vegar um land þangað til klukkan fjögur í nótt. Búist er við versta veðrinu á milli klukkan 14 og 19 í dag við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Veðurstofan varar við vindi, 20 til 28 m/s, og élj­um í kvöld.