Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það þarf töluvert til að Alþýðu­sambandið setji ofan í við þá sem heyja kjarabaráttu en það var full ástæða til í gær. Í ályktun hvetur ASÍ til stillingar og varar við því að kjaradeilur séu túlkaðar á þann veg „að réttmætt sé að ausa fúkyrðum og hatri yfir þau sem að þessum verkefnum koma“. Þá segir í ályktuninni að ótækt sé „að ágreiningur sé nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka.“

Það þarf töluvert til að Alþýðu­sambandið setji ofan í við þá sem heyja kjarabaráttu en það var full ástæða til í gær. Í ályktun hvetur ASÍ til stillingar og varar við því að kjaradeilur séu túlkaðar á þann veg „að réttmætt sé að ausa fúkyrðum og hatri yfir þau sem að þessum verkefnum koma“. Þá segir í ályktuninni að ótækt sé „að ágreiningur sé nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka.“

Ekki er nefnt sérstaklega hvert tilefni ályktunarinnar er, en það blasir við. Forysta Eflingar, með stuðningi örfárra félagsmanna, hefur gengið fram af slíku offorsi að öllum ofbýður. Almennt orðbragð er óboðlegt, árásirnar á ríkissáttasemjara og viðmælendur sömuleiðis, en eftir að verkfall hófst hefur framkoman versnað enn.

Formaður Eflingar fór inn á hótel og áreitti þar gesti og var með óviðeigandi athugasemdir við starfsmenn. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Höfuðið var svo bitið af skömminni með því að gera aðsúg að ráðherrum ríkisstjórnarinnar og hafa í frammi ógnandi hegðun sem aldrei á að líðast.

Almennir félagsmenn Eflingar verða að taka í taumana og losa sig við forystu sem með framgöngu sinni hefur skaðað þá stórkostlega, ekki aðeins fjárhagslega heldur einnig orðsporið.