Haraldur Unason Diego fæddist 12. apríl 1972. Hann lést 10. febrúar 2022.

Haraldur var jarðsunginn 25. febrúar 2022.

Haraldur minn!

Af hverju er svona erfitt að sætta sig við staðreyndir. Þú ert dáinn!? Hvers vegna þurftir þú endilega að fara þennan dag, gastu ekki farið annan dag og ekki dáið?

„Tíminn og tilviljun mætir okkur öllum“ segir orð Guðs. Passar það?

Í Jóhannesarbréfi stendur:

Ég segi ykkur með sanni: Sá sem heyrir orð mín og trúir þeim sem sendi mig hlýtur eilíft líf og verður ekki dæmdur heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.

(Jóh. 5:24)

Þessu trúi ég og held fast í þessa von. Við Haraldur og fjölskyldan munum hittast aftur hér á jörðu þegar hún verður orðin Paradís; fullkomin. Friður og öryggi á jörðu ásamt réttlæti. Hvílík von, og blessun. Allir verða réttir upp vegna fórnar Jesú sem greiddi lausnargjald fyrir alla menn. Hann var trúfastur á dauðastundu, sárþjáður og fyrirlitinn. Jesús verður brátt konungur yfir allri jörðu.

Hann mun stjórna vel.

Og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn verður ekki til framar. Vill einhver svona framtíð og líf? Við Vottar Jehóva trúum þessu algerlega. Þess vegna viljum við dreifa fagnaðarboðskap Guðs svo fleiri njóti þeirrar blessunar.

Elsku litli bróðir, þú kvaddir þennan heim fyrir ári. Allt árið hef ég hugsað mikið til þín gullið mitt. Við vorum svo stolt yfir litla sæta bróður okkar sem var svo vel gefinn. Og ég 15 ára þegar hann fæddist. Svo ég fór út með hann í vagni. Og eldri konur sáu mig með litla kút og sögðu: Þú ert allt of ung til að vera að eiga þetta barn. Ó, nútíminn!? Þetta var ekki ásættanlegt þegar ég var ung. Lífið var svo gott með þessum gleðigjafa. Þú varst alltaf stuðbolti og sprellikall.

Við hlógum mikið saman.

Það gerum við líka þegar við hittumst aftur. Ég fæ nýbakað hjá þér og lúxuskaffi í fallegu umhverfi Paradísar.

Hvíldu þig vinur uns Guð kallar. Og mundu að þú varst alltaf elskaður.

Guð geymi þig.

Sjáumst,

Dóra stóra systir.