Skóflustunga Sigurður Ingi Jóhannsson tók fyrstu skóflustunguna.
Skóflustunga Sigurður Ingi Jóhannsson tók fyrstu skóflustunguna.
Sigurður Ingi Jóhannsson inn­viða­ráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að tveimur húsbyggingum í Neskaupstað en þar verða samtals 16 íbúðir. Byggingarnar eru fjármagnaðar með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélaginu Fjarðabyggð

Sigurður Ingi Jóhannsson inn­viða­ráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að tveimur húsbyggingum í Neskaupstað en þar verða samtals 16 íbúðir. Byggingarnar eru fjármagnaðar með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

Fram kemur á heimasíðu innviðaráðuneytisins að íbúðirnar verði byggðar úr svokölluðum módúleiningum og verði nánast fullbúnar þegar búið verður að reisa einingarnar. Áætlað er að einingarnar verði reistar um miðjan mars eða þegar jarðvinnu er lokið og búið er að steypa undirstöður. Það tekur tíu daga. Því er áætlað að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar rétt eftir páska.

Brák íbúðafélag hses., Síldarvinnslan og Samband útvegsmanna á Neskaupstað hafa keypt fjórar íbúðir hvert um sig. Stefnt að því fjórar síðustu íbúðirnar verði seldar með hlutdeildarlánum frá HMS.