Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti á fundinum um aukin framlög Íslands til kaupa á eldsneyti og matarbökkum fyrir úkraínska herinn, en framlagið…

Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti á fundinum um aukin framlög Íslands til kaupa á eldsneyti og matarbökkum fyrir úkraínska herinn, en framlagið nemur um 1,7 milljónum evra, eða um 261,6 milljónum króna, og verður því veitt í sjóð á vegum bandalagsins.

Þórdís sagði í fréttatilkynningu að samstaða um mikilvægi þess að styðja við Úkraínu væri órofa. „Ísland hefur leitast við að finna leiðir til þess að leggja sitt af mörkum meðal annars með mannúðaraðstoð, fjárhagsaðstoð og með stuðningi við varnartengd verkefni og það munum við halda áfram að gera,“ sagði Þórdís Kolbrún. » 38