Pharrell Williams
Pharrell Williams
Bandaríski tónlistarmaðurinn og tískugúrúinn Pharrell Williams hefur verið ráðinn í starf listræns stjórnanda herrafatalínu tískumerkisins Luis Vuitton, að því er greint er frá í dagblaðinu The Guardian

Bandaríski tónlistarmaðurinn og tískugúrúinn Pharrell Williams hefur verið ráðinn í starf listræns stjórnanda herrafatalínu tískumerkisins Luis Vuitton, að því er greint er frá í dagblaðinu The Guardian. Áður gegndi því starfi Virgil Abloh sem lést í nóvember árið 2021. Williams er annar þeldökki og bandaríski hönnuðurinn sem gegnt hefur stjórnunarstöðu hjá fyrirtækinu en Abloh var sá fyrri og tók við starfinu í mars 2018. Voru þeir Williams miklir vinir. Lengi hefur verið beðið frétta af því hver myndi taka við af Abloh og nokkrir nefndir en valið á Williams mun hafa komið á óvart í tískuheimum. Þykir ráðningin þó sýna þá stefnu sem Luis Vuitton vill taka, að bræða saman lúxusflíkur og götufatnað. Abloh fylgdi einmitt þeirri stefnu og jók með henni vinsældir merkisins. Fyrsta lína Williams verður sýnd á næsta ári á tískuvikunni í París.