Þorsteinn Halldórsson, bogfimimaður úr Akri á Akureyri, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það sé ekki sérlega auðvelt að tryggja sér sæti á Ólympíumóti fatlaðra í París á næsta ári þar sem hann þurfi að ná verðlaunasæti á alþjóðlegu móti í…

Þorsteinn Halldórsson, bogfimimaður úr Akri á Akureyri, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það sé ekki sérlega auðvelt að tryggja sér sæti á Ólympíumóti fatlaðra í París á næsta ári þar sem hann þurfi að ná verðlaunasæti á alþjóðlegu móti í stað þess að ná tilteknum lágmarksárangri eins og oft tíðkast. Þrátt fyrir það er Þorsteinn þess fullviss að sér muni takast það í sumar og taka þar með þátt á sínu öðru Ólympíumóti, en Þorsteinn keppti í Ríó árið 2016. » 64