Fyrirliði Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fagnar sigri gegn Selfossi í gær en Kári átti stórleik fyrir Eyjamenn og skoraði 10 mörk.
Fyrirliði Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fagnar sigri gegn Selfossi í gær en Kári átti stórleik fyrir Eyjamenn og skoraði 10 mörk. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Kári Kristján Kristjánsson átti stórleik fyrir ÍBV þegar liðið tók á móti Selfossi í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Vestmannaeyjum í 15. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri ÍBV, 33:30, en Kári Kristján skoraði 10 mörk í leiknum

Kári Kristján Kristjánsson átti stórleik fyrir ÍBV þegar liðið tók á móti Selfossi í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Vestmannaeyjum í 15. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri ÍBV, 33:30, en Kári Kristján skoraði 10 mörk í leiknum. Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 19:15. Selfyssingum tókst að minnka forskot ÍBV í tvö mörk þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka, 23:21, en nær komust þeir ekki.

Petar Jokanovic varði 9 skot í marki Eyjamanna og var með 38% markvörslu en Ísak Gústafsson átti stórleik fyrir Selfyssinga og skoraði 12 mörk.