Daniel Levy
Daniel Levy
Íransk-bandaríski milljarðamæringurinn Jahm Najafi undirbýr nú tilboð upp á 3,1 milljarð punda fyrir kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur. Najafi er framkvæmdastjóri MSP Sports Capital, sem fjárfestir í íþróttafélögum og -deildum,…

Íransk-bandaríski milljarðamæringurinn Jahm Najafi undirbýr nú tilboð upp á 3,1 milljarð punda fyrir kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur.

Najafi er framkvæmdastjóri MSP Sports Capital, sem fjárfestir í íþróttafélögum og -deildum, og vinnur nú að því að leggja fram tilboð í Tottenham ásamt hópi fjárfesta sem eru aðallega frá Abú Dabí.

MSP mun leggja til 70 prósent af upphæðinni og fjárfestarnir frá Mið-Austurlöndum, flestir frá Abú Dabí, munu leggja til 30 prósent. Reiknað er með því að tilboðið verði formlega lagt fram á næstu vikum.

ENIC Group á sem stendur 85,55 prósenta hlut í Tottenham. Stjórnarformaðurinn Daniel Levy hefur stýrt félaginu á bak við tjöldin frá árinu 2001, en hann hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að vera heldur nískur í samanburði við aðra í sömu stöðu.