Lítið veiddist af loðnu í janúar
Lítið veiddist af loðnu í janúar
Landaður afli í janúar 2023 var 110,3 þúsund tonn en var 220 þúsund tonn í janúar á síðasta ári að því er kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar. Af botnfiski var mestu landað af þorski eða tæplega 20 þúsund tonnum

Landaður afli í janúar 2023 var 110,3 þúsund tonn en var 220 þúsund tonn í janúar á síðasta ári að því er kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Af botnfiski var mestu landað af þorski eða tæplega 20 þúsund tonnum. Þá veiddust 5.446 tonn af ýsu og 3.265 tonn af ufsa. Uppsjávaraflinn var að mestu kolmunni, 72 þúsund tonn, en litlu var landað af loðnu og síld. Í janúar á síðasta ári var hins vegar landað 189.470 tonnum af loðnu og munar um minna.

1,3 milljónir tonna

Á 12 mánaða tímabilinu febrúar 2022 til janúar 2023 veiddust rúmlega 1,3 milljónir tonna sem er um það bil sama magn og landað var á sama tímabili ári fyrr. Stærstur hluti þess afla var loðna, 843.326 tonn en einnig var landað 436.247 tonnum af botnfiski.