Marco Goecke
Marco Goecke
„Ég bið alla hlutaðeigendur, en þó fyrst og fremst Hüster, afsökunar á óviðunandi framferði mínu,“ segir Marco Goecke, stjórnandi ballettflokks ríkis­óperunnar í Hannover, í skriflegri yfirlýsingu sem hann sendi frá sér daginn eftir að honum var…

„Ég bið alla hlutaðeigendur, en þó fyrst og fremst Hüster, afsökunar á óviðunandi framferði mínu,“ segir Marco Goecke, stjórnandi ballettflokks ríkis­óperunnar í Hannover, í skriflegri yfirlýsingu sem hann sendi frá sér daginn eftir að honum var tímabundið vikið frá störfum eftir að hann gerðist sekur um að maka hundaskít framan í gagnrýnandann Wiebke Hüster í hléi á frumsýningu hjá óperunni um helgina. Í yfirlýsingunni segist Goecke hafa brugðist of harkalega við neikvæðum dómi sem ­Hüster skrifaði um nýjustu sýningu hans og gagnrýndi hana í leiðinni fyrir að skrifa „oft illkvitnislega dóma“.

Í samtali við DW gefur Hüster, sem skrifar fyrir Frankfurter Allge­meine Zeitung, ekki mikið fyrir afsökunarbeiðnina og hafnar þeirri ásökun Goecke að hún hafi ofsótt hann með neikvæðum dómum sl. 20 ár. „Þetta er þvaður. Á síðustu 17 árum hef ég skrifað um níu sýningar Goecke og í tvö skipti verið einstaklega jákvæð í hans garð.“ Stjórn óperunnar krafðist þess að Goecke bæðist afsökunar og útskýrði framferði sitt áður en hún tekur ákvörðun um hver verði næstu skref.