Kirkjan Hin ókláraða Sagrada familia.
Kirkjan Hin ókláraða Sagrada familia. — Morgunblaðið/Ómar
Hin ævintýralega kirkjubygging La Sagrada Familia í Barselóna er líklega eitt frægasta ókláraða mannvirki heims og dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna á ári hverju, þúsundir á degi hverjum. Kirkjuna hannaði frægasti sonur borgarinnar, arkitektinn …

Hin ævintýralega kirkjubygging La Sagrada Familia í Barselóna er líklega eitt frægasta ókláraða mannvirki heims og dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna á ári hverju, þúsundir á degi hverjum. Kirkjuna hannaði frægasti sonur borgarinnar, arkitektinn Antoni Gaudi, en þraut örendið áður en hann náði að klára verkið. Framkvæmdir hófust við kirkjuna árið 1882 og er enn ekki lokið. Framkvæmdum á að ljúka árið 2026, eftir þrjú ár, en efasemdir uppi um að það takist, eins og danska dagblaðið Politiken greinir frá. Fyrst þarf nefnilega að finna lausn á fjölda vandamála.

Enn á eftir að ljúka við framhlið byggingarinnar og nærri henni eru hús í einkaeigu. Til að ljúka framkvæmdum þarf að rífa einhver þeirra til að koma fyrir fyrirferðarmiklum kirkjutröppum. Húseigendur eru eðlilega ekki sáttir og hafa höfðað mál gegn borgarstjórn og stofnuninni sem hefur umsjón með framkvæmdum. Er því m.a. haldið fram að Gaudi hafi ekki teiknað slíkar tröppur og því ekki verið að fylgja hans hönnun. Allt stefnir því í að kirkjan verði ókláruð mun lengur en til stóð.