Her Orrustuþota þessi er af gerðinni F-35 en hún var hér í loftrýmisgæslu.
Her Orrustuþota þessi er af gerðinni F-35 en hún var hér í loftrýmisgæslu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Óþekkt loftför, eða fljúgandi furðuhlutir (FFH) í líkingu við þau sem grandað hefur verið yfir Norður-Ameríku að undanförnu hafa ekki sést á loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Ísland ber ábyrgð á

Óþekkt loftför, eða fljúgandi furðuhlutir (FFH) í líkingu við þau sem grandað hefur verið yfir Norður-Ameríku að undanförnu hafa ekki sést á loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Ísland ber ábyrgð á. Kemur þetta fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Eftirlitsgeta íslenska loftvarnakerfisins er sambærileg og hjá öðrum ríkjum NATO enda kerfið hér hluti af samþættu loftvarnakerfi bandalagsins. Komi óþekkt loftför inn í loftrýmissvæðið metur herstjórn NATO nauðsynleg viðbrögð. Gæti það falið í sér að senda orrustuþotur frá Keflavík til móts við hin óþekktu loftför. Sé þess ekki kostur að bregðast við með þotum héðan getur NATO kallað eftir sveitum grannríkja.

Enn er lítið vitað um þau loftför sem grandað var vestanhafs. » 40