Hnossgæti Helena fullyrðir að þetta séu bestu bollur sem hún hefur smakkað enda sannkallaðar lúxusbollur.
Hnossgæti Helena fullyrðir að þetta séu bestu bollur sem hún hefur smakkað enda sannkallaðar lúxusbollur. — Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir
Vatnsdeigsbollur 300 ml vatn 100 g smjör 1 msk. sykur 150 g hveiti 4 stk. egg (pískuð) Vanillukrem 250 ml rjómi frá Gott í matinn 250 ml mjólk fræ úr einni vanillustöng 75 g sykur 3 msk. maíssterkja (maizenamjöl) 5 eggjarauður 3 msk

Vatnsdeigsbollur

300 ml vatn

100 g smjör

1 msk. sykur

150 g hveiti

4 stk. egg (pískuð)

Vanillukrem

250 ml rjómi frá Gott í matinn

250 ml mjólk

fræ úr einni vanillustöng

75 g sykur

3 msk. maíssterkja (maizenamjöl)

5 eggjarauður

3 msk. kalt smjör

Súkkulaðiganache

150 g gæðasúkkulaði að eigin vali

100 ml rjómi frá Gott í matinn

Fylling

500 ml rjómi frá Gott í matinn

fersk jarðarber

Vatnsdeigsbollur

Ofn hitaður í 190 gráður með blæstri. Setjið vatn, sykur og

smjör í pott við meðalhita og hleypið suðunni upp, sjóðið þar til

smjörið bráðnar.

Með pottinn ennþá á heitri hellunni – hellið hveitinu saman

við vökvann og hrærið kröftuglega með sleif þar til myndast

myndarleg slétt deigkúla og deigið losnar alveg frá köntunum.

Færið deigið yfir í hrærivélarskál og leyfið mesta hitanum að

rjúka úr, í u.þ.b. 10 mínútur. Gott að hræra aðeins í deiginu til að

flýta fyrir kólnun.

Pískið eggin saman í skál eða könnu. Kveikið á hrærivélinni

og hellið eggjablöndunni hægt og rólega saman við deigið og hrærið vel

inn á milli. Ef eggin eru mjög stór þarf kannski ekki að nota þau öll.

Deigið á að vera glansandi og ekki of þunnt. Gott viðmið er að þegar

sleif er stungið í deigið og lyft upp myndar deigið V sem lekur samt

ekki af sleifinni heldur hangir.

Deiginu er sprautað eða sett með skeið á plötu (magn af deigi í

hverja er bollu u.þ.b. 1 msk), bakið í 22 mínútur. Þessi uppskrift gefur

um 15 meðalstórar bollur.

Vanillukrem

Mjólk, rjómi og vanilla sett saman í pott og hituð alveg upp að suðu, ekki láta sjóða.

Sykur, maíssterkja og eggjarauður pískuð vel saman í stórri skál þar til ljóst og létt.

Heitri mjólkinni hellt mjög rólega saman við eggin og hrært vel á meðan.

Eggja- og mjólkurblöndunni svo hellt aftur í pottinn og hitað á meðalhita upp að suðu, hrært í allan tímann.

Þegar þið sjáið blönduna krauma aðeins slökkvið þá undir og takið

af hitanum. Hrærið köldu smjörinu saman við þar til alveg bráðnað.

Hellið vanillukreminu í sigti og þrýstið í gegn með skeið þar til

silkimjúkt. Setjið í skál og plastfilmu yfir þannig að filman snerti

vanillukremið. Kælið alveg.

Súkkulaðiganache

Saxið súkkulaðið og setjið í skál

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið.

Látið standa í 2-3 mínútur og hrærið svo saman þar til þið eruð komin með glansandi fallegt súkkulaðikrem.

Samsetning

Skerið vatnsdeigsbollu í tvennt.

Fyllið botninn með 1 msk. af vanillukremi.

Skerið fersk jarðarber í bita eða sneiðar og setjið ofan á vanillukremið og því næst þeyttan rjóma.

Lokið bollunni og toppið með súkkulaðiganache.

Njótið – njótið – njótið!