Ferðir 789 þúsund flugu með Play.
Ferðir 789 þúsund flugu með Play.
Tap flugfélagsins Play nam 45,5 milljónum bandaríkjadala á síðasta ári, eða 6,6 milljörðum íslenskra króna. Tapið minnkar milli ára en það var 22,5 milljónir dala árið 2021 eða 3,3 milljarðar króna. Eignir félagsins námu í lok árs 331,5 milljónum…

Tap flugfélagsins Play nam 45,5 milljónum bandaríkjadala á síðasta ári, eða 6,6 milljörðum íslenskra króna. Tapið minnkar milli ára en það var 22,5 milljónir dala árið 2021 eða 3,3 milljarðar króna.

Eignir félagsins námu í lok árs 331,5 milljónum dala, eða 48 milljörðum króna, og jukust þær um 62% milli ára. Þær voru 204 milljónir dala í lok árs 2021.

Eigið fé flugfélagsins nemur nú 38,5 milljónum dala eða 5,6 milljörðum króna. Það var 67,4 milljónir dala árið á undan.

Í tilkynningu frá félaginu segir að sætanýtingin hafi numið 79,7% á árinu í heild og 80,3% á síðasta ársfjórðungi. Á árinu 2022 flutti PLAY 789 þúsund farþega. Í tilkynningunni segir að PLAY spái því að farþegar verði á bilinu 1,5-1,7 milljónir á árinu 2023 og að rekstrarhagnaður (EBIT) verði á árinu. „Sú spá byggist á fjölþættum grunni; sífellt auknum straumi farþega og samhliða því betri sætanýtingu; sterkri bókunarstöðu fram undan; auknum hliðartekjum í hverjum mánuði; talsverðum vexti á sviði vöruflutninga og loks stöðugu olíuverði,“ segir meðal annars í tilkynningunni.