Janet Yang
Janet Yang
Janet Yang forseti Óskarsverðlaunanna hefur viðurkennt að viðbrögð bandarísku akademíunnar við kinnhestinum sem Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaunaafhendingunni í fyrra hafi verið „ófullnægjandi“

Janet Yang forseti Óskarsverðlaunanna hefur viðurkennt að viðbrögð bandarísku akademíunnar við kinnhestinum sem Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaunaafhendingunni í fyrra hafi verið „ófullnægjandi“. Segir hún að framvegis verði akademían að „bregðast hratt, af samkennd og ákveðið við“. Stuttu eftir kinnhestinn tók Smith við verðlaunum fyrir bestan leik og var akademían harðlega gagnrýnd fyrir að leyfa honum það. „Það sem gerðist á sviðinu var algjörlega óviðunandi og viðbrögð okkar sem stofnunar voru óviðunandi,“ segir Yang.