Landsbjörg fékk undanþágu
Landsbjörg fékk undanþágu
Und­anþágu­nefnd Efl­ing­ar samþykkti á mánudags­kvöld beiðni frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg um und­an­þágu til af­greiðslu eldsneyt­is á björg­un­ar­tæki fé­lags­ins. Und­anþágan nær til allra björg­un­ar­sveita

Und­anþágu­nefnd Efl­ing­ar samþykkti á mánudags­kvöld beiðni frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg um und­an­þágu til af­greiðslu eldsneyt­is á björg­un­ar­tæki fé­lags­ins. Und­anþágan nær til allra björg­un­ar­sveita. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­björg.

Lands­björg vinn­ur nú að því í sam­starfi við olíu­fé­lög­in að skipu­leggja fyr­ir­komu­lag af­greiðslu eldsneyt­is á björg­un­ar­tæki.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að engu að síður geti sú staða komið upp að viðbragð björg­un­ar­sveita gæti orðið hæg­ara og hugs­an­lega skert, sök­um tak­markaðs aðgangs að eldsneyti, en félagið sé að vinna viðbragðsáætlun með sveitunum til að minnka líkur á svo verði eins og kostur er.

Þá segir í tilkynningunni að fram undan sé enn einn stormurinn og því sé rétt að hvetja landsmenn til að fara sér að engu óðslega, fresta ónauðsynlegum ferðum inn á hálendið eða utan alfaraleiða með hugsanlegt skert viðbragð sveitanna í huga.