40 ára Róbert er fæddur og uppalinn á Þingeyri en býr á Laugarvatni. „Pabbi er héðan og mikið af skyldfólki mínu. Ég kom hingað mikið um páska og á sumrin sem krakki, Við fjölskyldan erum búin að búa hér í tíu ár og njótum þess í botn.“…

40 ára Róbert er fæddur og uppalinn á Þingeyri en býr á Laugarvatni. „Pabbi er héðan og mikið af skyldfólki mínu. Ég kom hingað mikið um páska og á sumrin sem krakki, Við fjölskyldan erum búin að búa hér í tíu ár og njótum þess í botn.“ Róbert er húsasmíðameistari og rekur eigið fyrirtæki, Melavík ehf. „Við erum aðallega að byggja íbúðarhúsnæði, bæði á Selfossi og Laugarvatni.“ Hann er í Lionsklúbbnum á Laugarvatni, Karlakór Selfoss og skemmtinefnd Ungmennafélags Laugdæla. „Við héldum þorrablót um síðustu helgi. Það heppnaðist ljómandi vel og allir voru í banastuði.“

Áhugamál Róberts eru fjölskyldan, ferðalög innanlands sem utan en glaumur og gleði eru þó í sérstöku uppáhaldi.


Fjölskylda Eiginkona Róberts er Heiða Gehringer f. 1983 á Seyðisfirði, líffræðingur og kennari við Menntaskólann að Laugarvatni. Börn þeirra eru Sóley, f. 2009, Anton Bjarni, f. 2011, og Ingimar, f. 2017. Foreldrar Róberts eru Pálmi Hilmarsson, f. 1964, húsbóndi og umsjónarmaður fasteigna við Menntaskólann að Laugarvatni, og Kristbjörg Bjarnadóttir, f. 1965, teymisstjóri í dagdvöl fyrir heilabilaða á Selfossi. Stjúpmóðir Róberts og kona Pálma er Erla Þorsteinsdóttir, f. 1964, húsfreyja í Menntaskólanum að Laugarvatni. Stjúpfaðir Róberts og maður Kristbjargar er Sævar Gunnarsson, f. 1968, húsasmiður á Selfossi. Kristbjörg og Sævar eru búsett í Ölfusi.