Nú hefur sólaruppkoman brotist yfir brún Bláfjalla. Þá léttist brún og tiltektartími hefst.

Nú hefur sólaruppkoman brotist yfir brún Bláfjalla. Þá léttist brún og tiltektartími hefst.

Ríkisskattstjóri er eins og aðrir í vorhreingerningum.

Hann segist í Lögbirtingarblaðinu krefjast skipta á 870 félögum sem ekki hafa sinnt skráningarsyldu sinni í samræmi við lög.

Haldi þeir hins vegar því háttalagi áfram mun ríkisskattstjóri krefjast skiptingar á þeim fyrir héraðsdómi eða slíta þeim eftir sérstökum málsmeðferðarreglum.

Er álitamál hvort sé verra.

Eins og nærri má geta kennir þarna margra grasa, og sum þeirra koma kunnuglega fyrir sjónir:

Þarna eru Andansmenn, Félag um nýja sjávarútvegsstefnu, Fjölmiðlasambandið og Kjördæmisráð Framsóknarflokksins á Reykjanesi.

Einnig Reykjavíkurlistinn, Samtök um kvennalista, Torfusamtökin, Björt framtíð, Samstaða um óháð Ísland og loks Hollvinir Ríkisútvarpsins.

Ekki kæmi á óvart þótt vænta mætti tilfinningaríkra minningarathafna víða.